Að standa undir bloggi…

Samhliða því­ að halda úti þessari bloggsí­ðu er ég einn þriggja/fjögurra ritstjóra á tenglasí­ðunni á blogginu hans Palla. Þar skelli ég inn tenglum á hvaðeina sem ég rekst á þegar ég er að slóra og hangsa á netinu.

Um daginn tengdi ég yfir á sí­ðu Kean Soo, Kandamanns af así­skum uppruna, sem bloggar á teiknimyndasöguformi. Þessi teiknimynd vakti mig til nokkurrar umhugsunar. (Fyrir þá sem ekki nenna að smella á tengilinn gengur sagan út á það að „Keaner“ gengur niður götu en gáir ekki að sér og fær umferðarpolla (svipaðan og þá í­ Austurstrætinu) í­ neðanverðan kviðinn. Hann prí­sar sig sælan að hafa ekki fengið járnstöngina í­ punginn – en áttar sig um leið á því­ að slí­kt óhapp hefði gert mjög mikið fyrir teiknimyndasögubloggið…

Er þetta ekki í­ hnotskurn vandamál bloggarans? Sú afleita staða þegar lí­fið er of viðburðasnautt og átakalí­tið til að gefa tiefni til bloggs?

Bækur eru ekki skrifaðar um bragðdaufa tilveru meðalmannsins. Kvikmyndir rekja ekki í­ smáatriðum hversdagslegar athafnir þar sem fátt eða ekkert kemur á óvart. Hvernig er þá hægt að ætlast til þess að bloggið, sem er bæði hrárri og einfaldari miðill, beri slí­ka flatneskju.

Ég stóð mig að því­ að velta fyrir mér áður en ég sofnaði í­ gær – hvern andskotann ég gæti skrifað um í­ dag. Jújú, Steinunn eldaði kjúlla og ég málaði nokkra veggi heima hjá afa og ömmu. Útaf fyrir sig gott mál, en heldur rýr efniviður – meira að segja fyrir frægasta og besta bloggara landsins og lí­klega Norðurlandanna.

Ekki get ég farið að kljást við þunglyndi fyrir opnum tjöldum – til þess er ég of áhyggjulaus og almennt í­ góðu skapi. Ekki nenni ég að rí­fast um þjóðmál og pólití­k – það get ég gert hvar sem er annars staðar. Og ekki virðist það hafa mikið upp á sig fyrir mig að ráðast í­ nýyrðasmí­ði, því­ ef marka má svarskeytið sem Erna fékk frá Merði írnasyni þá óskar orðabókin ekki eftir fleiri „hnyttnum“ athugasemdum frá mér.

Hvað er þá til ráða? Fótboltablogg? – Fjandinn hafi það, markhópur þessa bloggs er öðrum þræði ungar, vinstrisinnaðar menntakonur og þeim er allmörgum í­ nöp við keppnisí­þróttir og horfa bara á í­þróttaþáttinn að kvöldi Kvennahlaupsdagsins. Iss, það er ekkert annað að gera í­ stöðunni:

* * *

Úff hvað ég er orðinn stressaður fyrir KA-leiknum í­ kvöld. Ef marka má Fram-sí­ðuna er liðið nálega allt meitt. Varamannabekkurinn verður skipaður börnum og miðjan og framlí­nan munu varla halda út nema í­ klukkutí­ma. Engu að sí­ður VERíUM við að vinna. Annars er allt tapað. Hvernig á maður að geta einbeitt sér í­ vinnunni við svona aðstæður. – Það væri alveg eftir öðru að gul ógeðið færi að steikja mann seinni partinn til að auka á hörmungarnar.

Jamm