Ráðgátan

Áhugaverð frétt á Vísi. Vigdís Hauksdóttir furðar sig á skuldastöðu Landsvirkjunar: „Fyrirtækið skuldar geysilega mikið og ég er undrandi á því hvernig þetta fyrirtæki sem hefur bæði tekjur og gjöld í erlendum myntum hafi getað skuldsett sig svona mikið á undanförnum árum“.

Þetta er vissulega áleitin spurning. Legg til að skipaður verði vinnuhópur til að finna svarið við þessari ráðgátu. Má ég stinga upp á rannsóknarferðum um landið – t.d. mætti byrja á Austurlandi…

Sé fyrir mér samræðurnar á leiðinni: Já, þetta er afar dularfullt – hvaðan koma allar þessar skuldir?? Var ég annars búin að nefna að við þurfum að fara að drífa í nýju álveri?