Egill Helgason skrifaði fyrr í dag færslu sem bar yfirskriftina: ESB-samningur verður felldur. Þetta held ég að sé rangt mat. Samningurinn verður ekki felldur…
…af þeirri ástæðu að ég efast um að hann komi nokkru sinni til þjóðaratkvæðis.
Þegar líður að lokum samningsviðræðnanna munu menn væntanlega leggja mat á hið pólitíska landslag, rýna í skoðanakannanir og meta hvaða möguleikar séu á að fá samninginn samþykktan.
Komist menn að þá að þeirri niðurstöðu að yfirgnæfandi líkur séu á sigri Nei-blokkarinnar, er sennilegast að ekkert verði úr kosningu. Evrópusambandið hefur tæplega áhuga á að tapa aðildarkosningu og stuðningsmenn ESB-aðildar hér heima myndu síður vilja ljótan skell.