Lewis Neal (b)

Nýjasta kjaftasagan á Luton-spjallborðinu er sú að Lewis Neal verði fenginn að láni frá Shrewsbury. Yfirleitt nennir maður ekki að leggja á minnið nöfnin á þessum lánsmönnum sem koma og spila í fáeinar vikur og eru svo horfnir fyrir fullt og allt.

…en ferilskrá þessa stráks vekur athygli. Samkvæmt Wikipediunni lék hann nefnilega fimm leiki með ÍBV 2001 og skoraði eitt mark.

Ekki man ég eftir þessum leikmanni. Var eitthvað varið í hann?