Kaup og kjör

Smugan er komin aftur í loftið – ný og endurbætt.

Meðal efnis þennan fyrsta dag vefritsins undir nýrri stjórn er pistill eftir Þráinn Berthelsson. Hann fjallar einkum um hversu blankur Þráinn er á þingmannslaununum, sem honum finnst lág.

Áhugaverðari eru þær upplýsingar að Þráinn hafi fengið „tæpar 500 þúsund“ fyrir vikulega Bakþanka og dagbókarpistil sinn í helgarblaðinu, sem var hálfsíðugrein.

Ég er viss um að almennum blaðamönnum og pistlahöfundum Fréttablaðsins finnst þetta athyglisverðar tölur. Spurning hvort ég eigi að senda bakreikning fyrir leiðaraskrifunum til samræmis við þessar tölur – svona í tilefni af því að ég hef skrifað min síðasta leiðara?