Kjánahrollsmóment dagsins var án efa lesturinn á aðsendu greininni í Fréttablaðinu eftir Moggablaðamanninn sem var að kvarta yfir því að hlemmurinn hans um ESB hefði ekki verið tilnefndur til einhverra blaðamennskuverðlauna. Í greininni kom fram að þetta væri líklega besta fréttaskýring í sögu Morgunblaðsins – og þar með íslenskrar fjölmiðlasögu…
Ef menn vilja endilega sjá svona á prenti – er þá ekki eiginlega lágmarkið að fá einhvern vin sinn til að feðra skrifin?