Fasteign á hjólum

Skrifaði undir kaupsamning á Bláa draumnum, Volvo 240 árg. 1987. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum bí­l. Bí­ldruslubissnesinn er happdrætti. Rauða Mazdan sem ég átti hvað lengst var fí­n, þar til hún byrjaði að bila. Þá var kostnaðurinn fljótur að rjúka upp. Nissaninn olli nokkrum vonbrigðum. Hann entist í­ ár, en ég hafði verið að stóla á að hann dygði í­ a.m.k. tvö.

Vonandi mun nýji bí­llinn rúlla bilanalí­tið næsta árið. Þá væri ég í­ góðum málum. Þrátt fyrir úrtöluraddir vina og kunningja stend ég fastur á þeirri stefnu að eiga aldrei bí­l sem kostar meira en ein mánaðarlaun.

* * *

Fullt af fótboltaleikjum til að fylgjast með í­ dag. Guradian er með grein um Luton. Úff hvað það er allt í­ steik hjá félaginu. Það er heldur ekki gott að mæta nýliðum í­ fyrstu umferð. Krosslegg fingur!

* * *

Hvers vegna ákveður RÚV að ergja mig svona á föstudagskvöldum? Guðni ígústsson í­ Kastljósinu er ekki það sem maður þarf að sjá beint á eftir dýrindismáltí­ð. Og hvern er verið að blekkja með þjóðremburæðunum um að í­slenskir hestar/fiskar/sauðalitir/grænmeti/lambakjöt sé það besta í­ heimi og allt annað sé bara frat? Ljótt, ljótt sagði fuglinn!