Félagsmálajarlinn

Einhverju sinni ákvað ég að taka saman lista yfir öll þau félög sem ég er skráður í­, þó ekki væri nema til að fá það á hreint hversu mörg þau eru. Þennan lista samdi ég beint inn á bloggið og svo fraus tölvan. Rats! – Man ekki hvort ég reyndi að klambra saman listanum upp á nýtt, en ef ég gerði það var hann í­ það minnsta ekki minnisstæðari en svo að ég ætla að prufa aftur. Hefst þá lestur (ath. félögin eru ekki talin upp í­ neinni sérstakri röð):

1. Samtök herstöðvaandstæðinga. – Þessi urðu nú að fá að vera fyrst úr því­ að ég er formaður. Kæmi mér heldur ekki á óvart þótt þetta sé það félag sem ég hef lengst verið skráður í­.

2. Knattspyrnufélagið Fram. – Lenti á skrá hjá Frömurum fyrir margt löngu og byrjaði skyndilega að fá gí­róseðla frá þeim fyrir félagsgjöldum þegar ég var svona fimmtán eða sextán ára. Borga þá þegar þeir berast.

3. Framherjar. – Stuðningsmannafélag Fram. Á að heita að ég sé þar í­ stjórn, en hef verið hyskinn og latur.

4. Félag safna og safnmanna. Fagfélag fólks í­ safnageiranum. Mætti á nokkurra daga námskeið á Höfn í­ Hornafirði sí­ðasta haust. Það var gaman og fræðandi.

5-7. Vinstrihreyfingin – grænt framboð. Stjórnmálaflokkurinn minn. Með aðild að honum fylgja tvö önnur félög: Reykjaví­kurfélag VG og Ung Vinstri-græn. Hef aldrei gegnt embættum innan VG, ef frá eru taldar tvær uppstillingarnefndir.

8. Félagið Ísland-Palestí­na. Eitt af eftirlætisfélögunum mí­num, þrátt fyrir að ég taki aldrei neinn þátt í­ starfinu. Það er alltaf fí­nt að fá sent fréttabréfið og vita að eitthvað sé í­ gangi. Hef lí­klega verið félagi frá sextán ára aldri.

9. Íslenska vitafélagið. Gerðist stofnfélagi í­ vitafélaginu. Bind miklar vonir við starfsemi þess í­ framtí­ðinni.

10-11. Stéttarfélög. Er í­ Starfsmannafélagi Reykjaví­kurborgar og þar með einnig í­ BSRB. Aldrei mætt á fund eða tekið þátt í­ kosningum, en fékk einu sinni vænan námsstyrk frá endurmenntunarsjóði félagsins.

12. STOR – starfsmannafélag Orkuveitunnar. Þetta félag tryggir mér rétt til að leigja sumarhús og veislusali. Það kæmi sér vel ef ég færi t.d. að taka upp á því­ að fermast á gamals aldri.

13. ísatrúarfélagið. Hvað gera tengdasynir ekki fyrir tengdamæður sí­nar?

14. Sögufélag. Gekk í­ Sögufélagið um leið og ég hóf nám í­ sagnfræði í­ Hí. Félagsgjaldið samsvarar kaupverði á Sögu, tí­mariti félagsins sem er skyldueign.

15. Sagnfræðingafélag Íslands. Gekk í­ þetta strax eftir útskrift. Fæ fréttabréfið og mæti stundum á fundi.

16. Reykjaví­kurakademí­an. Gerðist félagi til að geta leigt skrifstofuaðstöðu um nokkurra mánaða skeið. Hef ekki kunnað við að segja mig úr félaginu, enda ágætt að fá fréttir af starfinu öðru hvoru.

17. Hollvinasamtök Edinborgarháskóla. Var skráður í­ þetta óumbeðinn. Mun lí­klega hætta að fá póst eftir nokkur ár þegar þeir fatta að ég borga aldrei neitt.

18. Húsfélagið Hringbraut 119. Við fasteignaeigendurnir þurfum að vernda hagsmuni okkar.

19. MS-félagið. Gefur út prýðilegt tí­marit.

20. Society for the history of Technology. Svölustu samtökin af þeim öllum. Gefa úr Technology & Culture sem er uppáhaldstí­maritið mitt. Fór á ársþing í­ Mí¼nchen einu sinni. Það var frábært.

21. Luton Town F.C. Á pí­lagrí­msferð minni á Kenilworth Road komst ég að því­ að einungis félagsmenn í­ Luton megi kaupa miða í­ stúkuna fyrir aftan markið – og auðvitað sló ég til.

22. Luton Town Supporters Club of Scandinavia. Eini Íslendingurinn í­ félaginu sem einkum er skipað Norðmönnum. Hef ekki borgað félagsgjöld lengi og er hættur að fá fréttabréfið, en virðist þó enn vera á skrá.

23. Mannvernd. Lenti á félagaskrá hjá þeim fyrir tilstilli Skúla Sigurðssonar sem hefur mikið beitt sér í­ gagnagrunnsmálinu. Held að ég myndi ganga í­ félag djöfladýrkenda ef Skúli bæði mig um það.

24. ítthagafélag Framarar í­ Vesturbæ. Útgefandi blaðsins „Fram Vest“ sem fjallar á fordómalausan hátt um Fram og vinnur að útbreiðslu Fram-hugsjónarinnar í­ Vesturbæ.

25. Málfundafélag úngra róttæklí­nga. Útgefandi Múrsins.

26. Félag sagnfræðinema – félag sagnfræðinema. Félag sem stofnað var til höfuðs nafnbreytingu Félags sagnfræðinema sem tók upp heitið „Fróði – félag sagnfræðinema“. Félaginu hefur ekki verið slitið og ég er því­ lí­klega ennþá ritari eða gjaldkeri – man ekki hvort…

27. Félag Palestí­nuvina við Edinborgarháskóla. Mætti á ein mótmæli og eina ráðstefnu á þeirra vegum og er enn að fá tölvupóst. Það var mjög fróðlegt að sjá muninn á mótmælakúltúrnum í­ Skotlandi og á Íslandi.

28. Blóðgjafafélag Íslands. Veit reyndar ekki hvort ég er í­ þessu félagi. Fæ stundum einhvern póst um blóðgjafar hitt og þetta, en það er svo sem rétt mögulegt að það sé frá Blóðbankanum og að maður þurfi að ganga sérstaklega í­ Blóðgjafafélagið.

Kylfan, Krikketklúbbur Reykjaví­kur. Eins og gefur að skilja er nafn þessa félags skammstafað KKKR og einhverju sinni var prentaður bolur með þeirri áletrun. Þann bol tók ég með mér til Edinborgar á sí­num tí­ma og fékk hvarvetna illt auga. Það þykir ekki fí­nt í­ enskumælandi löndum að ganga um í­ fötum þar sem stafirnir „KKK“ koma fyrir, jafnvel þótt „R“ fylgi á eftir.

30-31. Knattspyrnufélög úr bernsku. Knattspyrnufélag Litla-Skerjafjarðar (KLS) og Skörungur (sem starfaði á Hjarðarhaganum) voru formlega stofnuð og hefur ekki verið slitið mér vitanlega. Sjálfur á ég sögubrot af sögu Skörungs í­ fórum mí­num – rituð eigin hendi. Þar er reyndar ekki getið um eina opinbera knattspyrnuleik Skörungs, gegn Knattspyrnuliði Tómasarhaga. Hann tapaðist.
KLS lék eitthvað fleiri opinbera leiki en Skörungur. Stærsti leikurinn var gegn úrvalsliði skólagarðanna úr Mörkinni. Held að hann hafi tapast lí­ka.

Þrjátí­u og eitt félag. Það er nú ekki svo galið!