Sýningin

Ég blogga nánast ekkert hér í seinni tíð. Ekki einu sinni um fótbolta.

Ástæðurnar eru ýmsar. Bloggheimar hafa verið með daufara móti upp á síðkastið, sem aftur dregur úr framleiðninni. Meginástæðan er þó annir.

Síðustu 5-6 vikurnar hef ég verið á haus í að umdirbúa sögusýningu um Keflavíkurgöngur sem opnaði í Þjóðarbókhlöðunni á þriðjudag. Þetta er flott sýning, þótt ég segi sjálfur frá. Full af fróðleik og setur efnið í margvíslegt samhengi. Það er freistandi að nýta alla þessa vinnu og koma út ritlingi um málið.

Hvet lesendur síðunnar til að skoða sýninguna. Það er hægt á afgreiðslutíma bókasafnsins.