Í haust kenni ég námskeið í tæknisögu við HÍ. Það er samstarfsverkefni Hugvísindasviðs og Orkuveitunnar. Í kennsluskrá heitir námskeiðið:
Tækni og saga: Þróun borgarmenningar á Íslandi 1909-2009 (SAG314G haust 2010)
Ég ætlaði auðvitað að vera duglegur að plögga námskeiðið hér á blogginu og á fésbókinni. Steingleymdi því hins vegar og núna er skráningarfresturinn liðinn (þótt eitthvað segi mér reyndar að hægt sé að breyta skráningum fyrir haustið).
En þrátt fyrir plöggleysið skráðu nítján nemendur sig í námskeiðið svo það er vel messufært. Held að þetta verði þrælskemmtilegt.