Handboltastrákarnir í Fram gáfu mér góða afmælisgjöf í gær með því að halda sæti sínu í efstu deild. Það er himinn og haf á milli þess að vera í efstu eða næstefstu deild í þessari íþrótt.
Sigurinn í gær þýðir að Stjarnan í Garðabæ féll niður um deild. Það mun vera í fyrsta sinn frá árinu 1982 sem Garðbæingar leika utan efstu deildar karla. Þetta er reyndar magnaður árangur.
Hversu lengi hefur Valur verið samfleytt í efstu deild? Er það lengur eða skemur en frá 1982? Því miður er HSÍ afleitt í að halda utan um svona hluti og engar almennilegar handbækur sem hægt er að slá upp í.
Er einhver lesandi með þetta á hreinu?