Rökvilla Björgvins

Björgvin G. Sigurðsson segir af sér sem þingflokksformaður krata og er hrósað fyrir af forsætisráðherra. Hann virðist hins vegar ekki ætla að víkja af þingi. Rök hans fyrir því eru eitthvað á þá leið að þrátt fyrir fimmtán mínútna afsögnina snemma á árinu, hafi hann fengið góðan stuðning í prófkjöri og þingkosningum.

Með þessu er Björgvin að segja að í rannsóknarskýrslunni komi ekkert sem máli skiptir fram um hann sem kjósendur hafi ekki mátt vita í vor.

En það sama hlýtur þá að gilda um þingflokksformennskuna. Máttu þá ekki félagar Björgvins í þingflokknum vita þetta allt þegar þeir settu hann við stjórnvölinn? Af hverju í ósköpunum er Björgvin þá að segja af sér þingflokksformennskunni? Það er engin lógík í því.

…nema kannski að það teljist verra afbrot að glata trausti samflokksmanna sinna en kjósenda?