Segulkúlur

Það gerist sjáldan – raunar furðusjaldan – að einhverju sé hnuplað af safninu mínu eða Rafheimum.

Núna sýnist mér hins vegar að einhver gesturinn hafi stungið á sig segulkúlunum mínum. Það er bagalegt, því ég nota þær talsvert í fyrirlestrinum mínum.

Þetta voru litlar, gylltar kúlur – varla nema svona tuttugu talsins. Ég hef hins vegar ekki hugmynd um hvernig mér áskotnaðist þær.

Dettur einhverjum snjöllum lesanda í hug hvar mögulegt gæti verið að kaupa svona kúlur?