Vond byrjun

Meirihluti Samfylkingar og BF í borginni er ekki tekinn við völdum en fer samt illa af stað.

Sagt hefur verið frá því í fréttum að ákveðið hafi verið að „leggja af“ heilbrigðisnefnd – enda til vinsælda fallið að leggja niður nefndir um þessar mundir.

Nú vill hins vegar bara svo til (fyrir utan að heilbrigðisnefnd hefur mjög mikilvægum hlutverkum að gegna) að hún er lögbundin. Það þýðir að annað hvort ætlar nýi meirihlutinn sér að brjóta lög – eða að hann ætlar sér að halda starfseminni áfram en breyta um nafn á batteríinu, sem er þá bara sýndarmennska af ómerkilegustu sort.