Allt samkvæmt áætlun (b)

Í síðasta HM-bloggi gældi ég við þann möguleika að S-Ameríka myndi koma öllum fimm liðunum sínum í fjórðungsúrslitin. Það virtist langsótt þá, enda þyrfti liðin helst öll á ná toppsætinu í sínum riðli. Nú – viku síðar – hafa líkurnar hins vegar aukist til muna.

Brasilía mun vinna sinn riðil. Það sama má segja um Argentínu, nema þeir misstígi sig illla í leiknum sem nú er að byrja. Eftir frábæran sigur minna manna í Uruguay í gær, hefur liðið þetta í sínum eigin höndum. (Spái Uruguay og Mexíkó áfram.)

Hrakfarir Spánverja og góður leikur Chile í gær eykur líkurnar á að Chile nái toppsætinu. Og í F-riðlinum mun markatalan líklega ráða því hvort Ítalir eða Paraguay fari með sigur af hólmi. Allt samkvæmt áætlun sem sagt…

Fréttablaðið fær hins vegar labbakútaverðlaun dagsins fyrir að kalla 1:0 sigur Svisslendinga á Spánverjum einhver óvæntustu úrslit í sögu HM. Eru menn algjörir fáráðar? Ég myndi ekki einu sinni kalla þetta óvæntustu úrslitin í fyrstu umferð riðlakeppninnar 2010, hvað þá meira…