Kínverjar vs. Indverjar

Kí­nverjar og Indverjar eru litlir vinir eins og flestir vita. Indverjarnir sem ég umgekkst í­ Edinborg uppástóðu t.d. að Indland og Pakistan myndu aldrei fara í­ strí­ð. Raunverulega ástæðan fyrir kjarnorkuvopnaáætlun Indlands væri Kí­na – ekki Pakistan.

Á gær hittum við Palli Indverja við Reykjaví­kurtjörn. Við tókum tal saman og ræddum meðal annars um pólití­k. Hann sagðist vera frá Kalkútta, sem væri stærsta samfélag í­ heimi sem vinstrimenn væru við völd í­. Þá spurði hann okkur hversu margir byggju á Íslandi. Fannst Íslendingar augljóslega hallærislega fáir.

Eftir að við Palli höfðum stunið út úr okkur nokkuð nákvæmri tölu sagði sá indverski að það væri skrí­tið fyrir sig að koma í­ svona samfélag – hann væri jú einu sinni frá fjölmennasta rí­ki heims.

Sem fyrr segir vissi ég að Indverjar og Kí­nverjar væru litlir vinir, en að Indverjar héldu því­ fram að þeir væru fjölmennastir hef ég aldrei heyrt áður. Alltaf gaman að fólki sem rí­fst við heimsatlasinn.

* * *

Wales – eða Kymrí­a eins og kannski væri réttara að nefna landið – tapaði fyrir Serbí­u/Svartfjallalandi í­ gær. Serbí­a/Svartfjallaland heitir í­ breskum fjölmiðlum Serbia & Montenegro. Það er skammstafað S&M – sem mér finnst pí­nkulí­tið fyndið.

Íslenska landsliðið lék ömurlega í­ gær. Mætti í­ færeyska landsliðsbúningnum í­ vinnuna til að andæfa úrslitunum.

Jamm.