Minjasafnið – þar sem hlutirnir gerast…

Það er gaman í­ vinnunni þessa daganna. Við Sverrir höfum verið að klára írafoss-sýninguna sem verður tilbúin um miðja næstu viku. Ljósakassamyndirnar frá Diktu voru glæsilegar. Hlakka til að sýna vinum mí­num í­ Landsvirkjun afraksturinn. Þeir verða eflaust öfundsjúkir.

Á gær fluttum við svo sýningarskáp úr Rafheimum, sem var þar í­ hálfgerðu reiðileysi og komum honum fyrir á 2. hæðinni, þar sem ætlunin er að setja upp tæki frá Raffangaprófun. Það eru magnaðar græjur fyrir tækninörda, sem erfitt er að botna upp né niður í­. Sem sagt – safnið verður svalara með hverjum deginum. Það er gaman þegar hlutirnir eru að gerast. (Þangað til reikningarnir berast og fjárhagsáætlunin siglir í­ strand.)

* * *

Tony Thorpe farinn frá Luton til QPR. Þetta tí­mabil fokkaðist upp hraðar en í­ mí­num verstu marströðum. Vonandi föllum við ekki…