Ef ég bara hefði…

Tilboð nýja borgarstjórnarmeirihlutans til Hönnu Birnu um embætti forseta borgarstjórnar setti Sjálfstæðismenn í ljóta klípu. Þeir gátu hafnað boðinu (og þannig litið út fyrir að slá á útrétta sáttarhönd) eða tekið því (og þannig mögulega komið sér í þá vondu stöðu að axla ábyrgð án áhrifa).

Þetta kallaði eflaust á mikla krísufundi í Valhöll og að lokum ákvað Hanna Birna að það væri illskárri kosturinn að þekkjast boðið.

Núna hefur Vefþjóðviljinn dottið niður á lausnina – eða öllu heldur, kveikt á því að Hanna Birna átti þriðja leikinn í stöðunni. En því miður aðeins of seint…

Auðvitað hefði hún getað svarað: Þetta er rausnalega boðið – þið fáið Júlíus Vífil!

Við lestur þessarar Vefþjóðviljafærslu heyrir maður alveg ritstjórnarfulltrúana gnísta tönnum yfir að hafa ekki dottið þessi flétta í hug fyrr.