Þriðja bloggfærsla dagsins
Kominn aftur úr tilgangslausum bíltúr í Mosfellsbæinn. Þar var Palli að leita að einhverju drasli í Volvo-beygluna sína, sem í ljós kom að kostaði klink í umboðinu. Bíllinn hans er bremsulaus, en hann talar fjálglega um að eiga hann í tíu ár í viðbót. – Tja, kannski til svepparæktar já!
* * *
Salvör bloggari tekur ljósmyndir á mótmælafundum. Það gerði hún líka á fyrsta maí. Þar má meðal annars sjá pabba og Stefán Jónsson glaðbeitta.
* * *
Ég er orðinn nokkuð smeykur um afdrif Evu, þýsku stelpunnar sem ég hýsti á dögunum. Lesið allt um málið hjá Steinunni…
Á sama stað má lesa um það að stelpan sé að fara að byrja að vinna – þótt tímabundið sé. Það er að sjálfsögðu gleðiefni, þótt ég verði nú að viðurkenna að karlrembusvíninu í mér hafi þótt pínulítið gaman að eiga heimavinnandi kærustu.
– Og já, Kolla, Steinunn er frá Norðfirði.
* * *
Er Addi rokk fyndnasti maður á Íslandi? Tja, ég hef a.m.k. lengi haldið því fram að hann sé á topp 10 listanum.
Einu sinni þjálfaði ég Adda rokk í Morfís. Hann varð ræðumaður kvöldsins í úrslitaleiknum í Háskólabíó. Hann spilar fótbolta út á Seltjarnarnesi í hópnum sem er á undan okkur félögunum. Addi er töffari.
Það er gleðiefni að Addi sé farinn að blogga. Hann ætti þó ekki að hafa áhyggjur af því þótt hann sé ekki búinn að hleypa heimdraganum. Það er bara partur af ímyndinni hjá Adda rokk að búa heima hjá Sillu stuð og Dóra.