Rafbækurnar

Í gömlum vísindaskáldskap var yfirleitt gert ráð fyrir að í framtíðinni samanstæðu máltíðir fólks af einni lítilli pillu, með samþjöppuðum næringarefnum. Það endurspeglði stórkostlegan misskilning á þeirri félagslegu athöfn að borða mat og þeirri nautn sem því fylgir.

Ég held fólkið sem trúir því að í framtíðinni muni rafbækur leysa prentaðar bækur af hólmi sé haldið samskonar skilningsleysi á því hvað felst í því að eiga bækur.