Besti og frægasti bloggarinn er snúinn aftur eftir vikudvöl í höfuðborg danska konungsríkisins. Nú er sá besti og frægasti enginn Huldar Breiðfjörð eða Markó Póló, en ætti samt að geta klambrað saman ferðasögu. Á næstunni mun því birtast á þessum vettvangi „Ferðasaga Stebba og Steinunnar í sjö strikum“. (Þeir sem kveikja á vísuninni í titlinum fá plús í kladdann.)
Hvert strik mun ná yfir einn dag ferðarinnar.
Þegar ferðasögum lýkur stefni ég að því að byrja aftur að blogga um teiknimyndasögur – farið ekki langt…