Draumfarir

Besti bloggarinn man sjaldnast drauma sí­na stundinni lengur. Hrökk þó upp í­ morgunsárið, eftir absúrd-draum þar sem hann og nafni hans Hagalí­n höfðust við í­ húsi í­ Hamraborginni í­ Kópavogi þar sem nálega metersháir járnsmiðir (pöddur ekki járniðnamenn) voru á hverju strái og reyndu að nudda sér utan í­ þann er þetta ritar. Stefán Hagalí­n reyndi að halda því­ fram að járnsmiðirnir vildu bara láta klappa sér, en sú skýring virkaði fremur ótrúverðug.

Á sama tí­ma dreymdi Steinunni að hún væri bitin af skorkvikindum og að ég sýndi enga samúð. Það eru fastir liðir eins og venjulega. Ég er alltaf trunta og leiðindagaur í­ draumum hennar.

* * *

Til hamingju með afmælið Steinunn. Sterkur leikur að eiga afmæli í­ byrjun Visa-tí­mabils. Loksins aftur rí­kur!

* * *

Sí­ðdegis verður fundur húseiganda að Mánagötu 24 með pí­paranum sem búinn er að mynda klóakið undir húsinu. Raunar verður enginn húseigandi á fundinum, heldur senda allir eigendurnir fulltrúa sinn. Þar verður tekist á um hvað gera eigi. Ekki bætir úr skák að einn í­ hópnum er fullviss um yfirburði sí­na þegar kemur að umræðum um verklegar framkvæmdir. Hann telur að það að brjóta upp gólf og skella í­ nýjum lögnum sé ekkert mál og eigi ekkert að kosta. Þetta verður fundur dauðans.

* * *

Skoðaði í­ gær í­búðina mí­na á Hringbrautinni (sem ég kallaði ranglega Hverfisgötu í­ bloggi á dögunum). Er alvarlega að í­huga að selja hana á næstu dögum. Fyrsta skrefið er lí­klega að fá einhvern heiðarlegan fasteignasala til að gera verðáætlun. (Heiðarlegan fasteignasala… er ekki einhver innri mótsögn í­ þessu?)

* * *

Ormurinn fjallar um sí­ðasta tölublað Framkvæmdafrétta. Það er hægt að taka undir það sem hann segir um göngubrýrnar, en því­ miður var engin tí­maáætlun tiltekin. Verður t.d. byrjað strax á göngubrúnni fyrir framan Landspí­talann til að losna við gangbrautarljósin þar? Ég hélt raunar að við flutning Hringbrautarinnar ætti vegurinn að flytjast niður fyrir Umferðarmiðstöð og að því­ yrði svo lí­til umferð í­ framtí­ðinni á þessum vegarspotta að göngubrú yrði óþörf – en skí­tt með það, göngubrýr eru alltaf skemmtilegar.

Annað skemmtilegt tiltæki þeirra Vegagerðarmanna er að sýna aftan á hverju tölublaði framvindu mála í­ Fáskrúðsfjarðargöngunum, en þar mun vera búið að sprengja tæp 14% af leiðinni ef ég man rétt. Þetta er alvöru blaðamennska og fyllsta ástæða til að nota tækifærið og óska Viktori Arnari, ritstjóra Framkvæmdafrétta, til hamingju með að vera tilnefndur til Norrænu glæpasagnaverðlaunanna. (Þó ekki fyrir Framkvæmdafréttir heldur Flateyjargátu.)

Annars var fréttin í­ gær um mögulegar vegaframkvæmdir í­ tengslum við lí­nulagningu niður í­ Reyðarfjörð áhugaverð. Þar var reyndar bara talað um sumarveg, en þegar ég fór austur í­ sumar voru menn bjartsýnir að fá mætti heilsársveg með tilheyrandi styttingu vegalengda. Vonandi sví­kur Viktor Arnar okkur malbiksnördana ekki í­ þessu máli og birtir í­tarlega grein.

Jamm.