Besti og frægasti bloggarinn er á leiðinni til Kebblavíkur – og það ekki bara í tvo klukkutíma eins og þegar Framararnir spila þarna suður frá, heldur í rúma tvo sólarhringa. Farskóli Félags safna og safnmanna (FíSOS) verður haldinn í Reykjanesbæ og safnvörður Orkuveitunnar lætur ekki sitt eftir liggja.
Því miður virðast ansi margir kolleganna hafa ákveðið að keyra fram og til baka á hverjum degi, í stað þess að bóka sig inn á hótel. Það er mikill galli, því aðalmálið varðandi svona ráðstefnur er ekki endilega að hlusta á erindin heldur að spjalla við fólkið um kvöldið.
Annar kostur við að flýja til Kebblavíkur (þar sem enginn hefur áhuga á öðru en körfubolta) er að þá losnar maður við allt helv. gasprið um þennan Þjóðverjaleik. Hins vegar horfir maður á leikinn á laugardaginn – ekki séns að ég nenni að sitja á fúlum aðalfundi VG í Reykjavík sem e-r snillingurinn setti niður á sama tíma. – Svo er spurning hvað teygist úr aðalfundi MS-félagsins þá um morguninn þar sem Steinunn lendir í hörku kosningum…
Blogga líklega ekkert meira fyrr en á sunnudaginn. Þeir sem vilja kaupa af mér íbúðina eru eindregið hvattir til þess.
Og það var æðislegt að sjá Luton rúlla yfir Tranmere á mánudaginn. Mike Newell er „a gentleman and a scholar“!