Úgg… Skaust í Endurvinnsluna í hádeginu með flöskur og dósir sem safnast höfðu fyrir í geymslunni á Hringbrautinni. Það hefði ég betur látið ógert.
Fékk að sönnu 1.409 krónur fyrir dótið, en er núna útbíaður af kók, bjór og vínslettum. Þessu fylgir tilheyrandi ólykt.
Skilagjald á drykkjarumbúðum er of lágt! Það borgar sig ekki að safna þessu dóti saman, fylla allar geymslur, taka svo ærinn tíma í að skila þessu inn og fara grútskítugur út úr því… – Hins vegar man ég eftir því frá sumrinu mínu í öskunni hvað maður bölvaði liðinu sem henti glerinu og plastflöskunum þannig að maður lætur sig hafa það.
* * *
Komst til bankastjórans eftir allt saman. Hélt kúlinu og hann ætlar að láta mig hafa peninga eins og ég get borið. Gott, gott.