Stóllinn staðfasti

Á laugardaginn sá ég stól. Þetta var raunar ekki í­ fyrsta skipti sem ég skoða slí­kan grip, en þessi stóll var afar sérstakur.

Stóllinn var að Vesturgötu 7, í­ húsi félagsmiðstöðvar aldraðra og stóð úti á gangi. Sú staðsetning var þó engin tilviljun, enda var búið að lí­ma á stólbakið miða með áletruninni: „Þessi stóll á að vera hér“.

Þetta eru hugsanlega fullkomnustu skilaboð í­ heimi. Sama hvert farið verður með stólinn – alltaf mun miðinn góði vera réttur, stóllinn er því­ samkvæmt skilgreiningu alltaf á réttum stað.

Hins vegar komst ég ekki hjá því­ að hugsa hvað gerast myndi ef þessu væri þveröfugt farið. Ef miðinn á stólnum hefði sagt: „Þessi stóll á EKKI að vera hér“. Þá væri einhver húsvörðurinn í­ vondum málum.

* * *

Handlagni heimilisfaðirinn Stefán kom sjálfum sér og öðrum á óvart um helgina með snjöllum viðgerðartilburðum. Lykillinn að útidyrahurðinni stóð fastur í­ henni, en með tvenns konar skrúfjárn að vopni („stjörnu-“ og „flatskrúfjárn“ eins og við kunnáttumennirnir köllum þau stundum) tókst besta bloggaranum að skrúfa lásinn lausan, fjarlægja lykilinn og setja svo upp nýjan lás næsta dag. Raunar miklu betri lás þannig að hurðin virðist hætt að kviklæsast.

Það er gleðilegt að uppgötva þessa miklu verkfærni. Ef ég hefði vitað af þessu fyrr er aldrei að vita nema ég hefði sleppt því­ að fá GG lagnir til að skipta um klóakið í­ húsinu, heldur grafið sjálfur fyrir nýju dreni og mixað þetta í­ höndunum.

* * *

Dregið var í­ 1. umferð ensku bikarkeppninnar á laugardag. Luton fékk útileik gegn Thurrock FC. Sérstök ástæða er talin til að taka það fram á heimasí­ðu Luton að EKKI sé um að ræða East Thurrock FC, sem sé allt annað félag. Thurrock mun vera ungt knattspyrnulið, stofnað upp úr Purfleet FC. Með liðinu leikur Tresor Kandol sem var einu sinni ungur og efnilegur hjá Luton en var látin fara í­ stjóratí­ð Joe Kinnears.

* * *

Aumingja, aumingja „einkaspæjarinn“ sem rætt var við í­ Sjónvarpinu í­ gær. Annað hvort ákvað Páll Benediktsson að eyðileggja mannorð þessa drengs endanlega með því­ að láta hann lí­ta út eins og algjört fí­fl – eða hann hafi verið einfær um það sjálfur.

Lí­klega þarf strákgreyið að leita sér að einhverju nýju til að gera. Eftir þetta viðtal verður hann kallaður til yfirheyrslu og skipað að hætta geri ég ráð fyrir. Rí­kisvaldið telur sig jú eiga einkarétt á persónunjósnum…