Futurama

Futuramaþættirnir eru fantagóðir. Það hefur alltaf legið fyrir.

Þegar besti bloggarinn festi á dögunum kaup á DVD-spilara, keypti hann sér einnig 3ju og nýjustu serí­una af Futurama í­ einum pakka.

Þar sem litlar lí­kur eru á að ég nenni eða tí­mi að fara að hamstra myndir af þessu tagi, eða leigja um borg og bý – eru sennilegt að ég verði orðinn flestum fróðari um þessa tilteknu serí­u innan skamms. Þannig er ég strax farinn að leggja mig eftir frávikum í­ upphafskynningu þáttarins. Það myndskeið er aldrei eins.

Sí­ðar ætla ég að skemmta mér við að horfa á diskinn sem einhver amerí­skur söluaðili sundlauga fyrir heimili sendi Palla. Sundlaug á Mánagötuna? – Nah…

* * *

Jafntefli hjá Luton úti gegn Bristol City, ekki slæmt. Hearts vann Lingstone. Skosku blöðin eru farin að birta viðtöl við Craig Levein þar sem hann segist aldrei hafa hugleitt að hætta hjá Hearts. – Það þýðir að hann verður farinn eftir árið…

* * *

Verkvit besta bloggarans var áréttað í­ gær þar sem hann losaði stí­flu úr sturtubotninum. Þar kom Grettir sterki í­ góðar þarfir, en hann er 94% brennisteinssýra og étur allt. Einhverjir kynnu að segja að svarið við biluðum vatnslás sé ekki að benda meiri og meiri sýru oní­ niðurfallið. Ég hef skilning á því­ viðhorfi, en ætla samt að halda mí­nu striki.

Reyndar verður þess ekki langt að bí­ða að sturtan fái að ví­kja fyrir baðkari. Spurningin um sturtur eða baðkör er sönnun þess að mannkynið mun aldrei upplifa útópí­u. Allir þeir sem hafa sturtu vilja í­ raun frekar hafa baðkar og öfugt. Svo skiðtir fólk öðru út fyrir hitt, selur í­búðina sí­na nokkrum árum sí­ðar og sama hringekjan byrjar.

íhm.