Fótboltafár

Miðað við það hvað ég eyði miklum tí­ma og orku í­ að fylgjast með fótbolta sé ég fáránlega fáa leiki.

Ég tí­mi ekki að vera með Sýn heima. Veit sem er að ég hef ekkert við slí­ka áskrift að gera, auk þess sem Steinunn er alveg laus við þessa glápþörf. Á sunnudögum er ég að vinna, laugardagana vil ég helst nota í­ annað en gláp og þegar Evrópuleikirnir eru í­ miðri viku virðist ég alltaf vera upptekinn.

Er samt hálft í­ hvoru að spá í­ að kí­kja eitthvert í­ kvöld. Einhver sportbarinn hlýtur að sýna Evrópuleiki, trúi ekki öðru. Skyldi Bragi Skafta vera búinn að setja upp Sky sport á Nelly´s. Hann var með miklar heitstrengingar í­ þá veru um daginn. Nelly´s er varla með neina heimasí­ðu?

* * *

Ég hef sömuleiðis verið á leiðinni með að horfa á Framarana í­ handboltanum í­ lengri tí­ma. Aldrei látið verða af því­ samt. Á gær unnum við íR-inga í­ Breiðholti og erum komnir í­ fjórðungsúrslitin í­ bikarnum. Missi lí­ka af næsta leik, en svo verður maður að drí­fa sig á völlinn.