Ljósaperunördismi

Var kominn langleiðina með að fara að skrifa grein á Múrinn um ljósaperur, en áttaði mig þá á því­ að Gneistinn væri lí­klega eini maðurinn sem myndi lesa hana, þannig að það væri alveg eins gott að blogga bara í­ staðinn.

Þannig er mál með vexti að samkvæmt grein í­ The Independent eru tækninördar nú að gefa út dánarvottorð glóðarþráðarperunnar, sem lengi hefur verið tekin sem dæmi um lí­fseiga uppfinningu.

Glóðarþráðarperan hefur nálega ekkert breyst frá því­ að Edison kynnti núverandi útfærslu til sögunnar og tilraunir til að ryðja henni úr vegi – s.s. flúrperan, hafa ekki megnað að gera það nema á tilteknum sviðum.

Þetta gerist þrátt fyrir þá staðreynd að glóðarþráðarperan er að mörgu leyti meingölluð. Hún spreðar raforku í­ að hita umhverfi sitt, þannig að einungis lí­till hluti orkunnar fer í­ sjálfa lýsinguna. Þetta er bæði dýrt og getur valdið óþægindum við hitastýringu. Perur af þessu tagi eru viðhaldsfrekar og spænast upp við að á þeim sé kveikt og slökkt.

Svarið við glóðarþráðarperunni eru perur með afriðlum, þ.e. dí­óðum, sem breyta riðstraumnum í­ slitróttan jafnstraum. Dí­óðulýsingin hitar lí­tið sem ekkert út frá sér og endist margfalt lengur. Marga aðra kosti mætti tí­na til – en enn sem fyrr er það stofnkostnaðurinn sem vefst fyrir mönnum.

En hvað segir Óli Gneisti – hvenær eigum við að spá því­ að glóðarþráðarperan hverfi af markaðnum? Fimm ár? Tí­u ár?

* * *

Og talandi um Gneistann. Ljótt er að sjá að Goðheima-fyrirlesturinn hafi verið svona slappur. íhugavert að bækurnar verði fjórtán talsins. Hversu margar hafa eiginlega komið út á í­slensku? „Úlfurinn bundinn“, „Hamarsheimt“, „Veðmál Óðins“, „Förin til Útgarðar-Loka“ og svo fimmta bókin, lí­klega um þennan hvimleiða Kark?

* * *

„Never mind the Pollacks“, nýjasta skáldsaga Neils Pollacks, er jafnvel ennþá meiri steypa en búast mátti við. Ég má hafa mig allan við að berja mig í­ gegnum tuttugu blaðsí­ður í­ röð, ekki hjálpar að skilja ekki 80% af rokk-ví­sununum. En ég skal klára hana!