Eftir niðurlægingu gærdagsins verður ekkert bloggað um fótbolta hér í dag. Þó er rétt að geta þess fyrir áhugamenn um Asíuforkeppni HM að Túrkmenar unnu Afganistan 11:0.
* * *
Skúli Sigurðsson fer til Þýskalands á morgun. Að því tilefni ætla ég að éta með honum í hádeginu. Veitingastaðurinn „Á næstu grösum“ varð fyrir valinu. Þar hef ég ekki étið áður. Er nokkur von til þess að verða saddur af radísum og hundasúrum?
* * *
Á allan dag hef ég verið að raula fyrir munni mér „Paint a Vulgar Picture“ með Smiths. Það er reyndar uppáhaldslagið mitt, besta lag Smiths og ásamt „God“ með P.I.L. besta lag allra tíma. Öllu má þó ofgera.
* * *
DV er ekkifréttablaðið. Á gær fór öll forsíðan í stríðsfyrirsögn sem vísaði á grein á síðu 10 um bankamálið. Þegar þangað var komið reyndist greinin ekki nema svona einn og hálfur textarenningur. Gisið umbrot, risamyndir og stórar fyrirsagnir virðast ætla að halda áfram að einkenna blaðið.
Spái því að kallaritstjórnin á DV byrji senn að birta „síðu 3-stúlkur“ eins og The Sun eða „Side 9-piger“ eins og Extrabladet…