Illfygli?

Þættirnir um Andy Richter verða betri og betri. Þátturinn í­ gær var snilld. Ég minnist þess ekki að hafa hlegið jafn mikið í­ lengri tí­mi og að lokabrandaranum, þar sem Irina, rússneska kærasta Andy Richters – sem er full ranghugmynda um dýrarí­kið og liggur ekki á kenningum sí­num – reyndi að dáleiða ljón (sem hún áleit risastóran hund og grasbí­t) með salami-pylsu. Er ég vond manneskja? Kannski.

Andy Richter-þættirnir eru bestu gamanþættirnir á Sjónvarpinu um þessar mundir. Ég trúi varla öðru en að Sjónvarpið muni taka aðra þáttaröðina af The Office til sýninga. Þá væri sterkur leikur að sýna skosku grí­nþættina Chewin´ the Fat – það eru fyndnir þættir.

Annars þarf enga sjónvarpsþætti til að kitla í­ manni hláturtaugarnar. Ef maður vill virkilega komast í­ hláturskast, þá er nóg að grí­pa í­ tiltekið eintak af Sögu, tí­mariti Sögufélags og leiklesa ákveðna „svargrein“ sem þar birtist fyrir nokkrum árum sí­ðan. Sá húmor er því­ miður nokkuð stéttbundinn. Ég hef lent í­ að lesa þetta í­ partýi þar sem voru þrí­r sagnfræðingar og álí­ka margir óinnví­gðir. Við sagnfræðingarnir lágum á gólfinu og áttum erfitt með að anda fyrir hláturkviðunum. Hinum stökk varla bros.

Svona getur húmor verið flókinn.

* * *

Á gær samdi ég rosalega góða spurningu fyrir útvarpskeppnina eftir áramót. Verst að það á örugglega ekki eftir að koma rétt svar við henni. Þetta er tilvistarvandi spurningakeppnisdómarans í­ hnotskurn.

* * *

Gullkorn frá George Bush Bandarí­kjaforseta: „The problem with the French is that they don’t have a word for entrepreneur“

* * *

Sí­ðdegis verður dregið í­ undankeppni HM í­ fótbolta. Plebbarnir bí­ða eflaust spenntir eftir að sjá hvort Ísland lendi með Englendingum, Dönum og Frökkum eða Azerum, Moldóvum, Hví­t-Rússum og Kazhakstan. Besti bloggarinn mun hins vegar fylgjast með framvindu mála í­ Afrí­ku og Así­u. Eru Thailendingar að fara að springa út? Munu Úsbekar ná aftur fyrri styrk? – Svona hluti er gott að vita.

* * *

Verð veislustjóri á rannsóknaræfingu Fél. í­sl. fræða, Sagnfræðingafélagsins og RA annað kvöld. Veit ekkert hvað ég á að gera eða segja. Tek á móti snjöllum bröndurum í­ tölvupósti…