Tveir hressir hópar af tíundubekkingum úr einum Grafarvogsskólanum heimsóttu Rafheima í morgun. Góðir hópar og áhugasamir, en ekki eru þau með ævisögur uppfinningamanna vel á hreinu.
Spurði þau hver hefði fundið upp ljósaperuna. Fékk ýmsar góðar tilgátur:
i) Benjamín Framklín
ii) Þessi sem þú varst að tala um – þarna Volta
iii) Hét hann ekki Ampére?
iv) Einstein
v) Stalín!
vi) Newton
vii) Armstrong
Eftir aukavísbendinguna: hann var bandarískur og fyrsti stafurinn er „E“ –
viii) Edward Newton
ix) Eisenhower
Hann hét Thomas að fornafni…
x) Thomas Everton?
xi) …nei, Thomas Edison!
– Æ, það er nú ekki hægt annað en að skemmta sér aðeins yfir þessu…