…er kaldara en í Reykjavík.
…er þessi fíni sportbar sem heitir Bohemen. Þar má finna fána, trefla og veifur fjölda fótboltaliða, s.s. Luton og Fylkis.
…eru allir uppteknir af þessum búálfi sem vann einhverja alþjóðlega söngvakeppni. Norðmenn telja að hann sé orðin alþjóðleg megastjarna.
…eru ótrúlega margir betlarar á götum.
…er vinsælt að kaupa „handfrjálsan“ búnað fyrir farsímann sinn sem er ekki handfrjálsari en svo að fólk er með heyrnartól í eyranu en þarf að halda talraufinni upp að andlitinu. Fyrir vikið finnst manni viðkomandi vera að tala við sleikipinnann sinn.
…eru fínar bókabúðir og ágætis second-hand plötubúðir. Keypti gjöf fyrir Palla – „Nazi Punks – Fuck Off“ með Dead Kennedys. Það er nútímaklassík eins og allir pönkaðdáendur vita.
…er ekki gaman að hanga inni á hóteli að horfa á sjónvarpið.