…er í lamasessi. Það er nokkuð langt síðan Blái draumurinn var síðast keyrður, í það minnsta vika. Fyrst hélt ég að hann væri bara bensínlaus og bætti á hann einum brúsa. Það virkaði ekki.
Því næst veðjaði ég á að hann þyrfti start, svo við hnupluðum startköplum hjá gömlu. Það virkaði ekki heldur.
Nú giskar Palli á að startarinn sé í lamasessi og mælir með því að ég sæki sleggju og láti höggin dynja á vélinni. Ekki líst mér alltof vel á það, en hef yfirleitt látið Palla segja mér fyrir verkum í bílamálum og mun því grípa til þessa ráðs á morgun. Vonandi verður það ekki hans bani…
* * *
Fórum á laugardag í veislu sem Orkuveitan hélt starfsmönnum. Maturinn var æði. Maggi kokkur er snillingur. Vínið var ekki skorið við nögl. Enduðum heima í stofu á Mánagötunni og fengum okkur meiri bjór og kaffi ásamt Helgu. Nenntum ekki í bæinn með henni og sofnuðum fyrir allar aldir. Það er vandamálið við að byrja að sötra svona snemma.
* * *
Afkastamikil helgi varðandi GB. Fékk Palla til að hjálpa mér varðandi hljóðdæmin í útvarpshluta keppninnar. Þau eru nú öll tilbúin, enda varla seinna vænna.
Sjálf keppnin byrjar á fimmtudagskvöldið. Þá keppa: írmúli og Garðabær; Menntaskólinn á Akureyri og Egilsstaðir & Vestmannaeyjar og Hamrahlíð. Hvort skyldi ég fá á mig skammir fyrir að þetta verði of létt eða of þungt? Það verður spennandi að sjá…