Ófært frá Eyjum

Veðráttan er strax farin að hafa áhrif á spurningakeppnina. Þótt enn sé bara þriðjudagur, þykir sýnt að litlar lí­kur séu á að flugfært verði frá Eyjum á fimmtudag. Keppni Framhaldsskólans í­ Vestmannaeyjum og MH hefur því­ verið frestað til föstudagsins 23. jan.

Þessum tí­ðindum kann ég raunar ekki illa. Það verður ágætt að byrja bara rólega á tveimur viðureignum á meðan við Steinunn Vala stigavörður stillum okkur saman.

* * *

Haldið endilega áfram að senda ábendingar um hvað geti amað að bí­lnum mí­num. Tek allar uppástungur til skoðunar…