Jæja, íbúðin seldist loksins í gær. Þá er þeim kafla í lífi mínu lokið – tja, þó með þeirri undantekningu að enn á eg eftiri að innheimta vangoldna leigu frá fyrrverandi leigjanda – án þess að hafa mikla trú á að neitt komi út úr því.
* * *
Fyrirlestur Unnar Birnu á miðvikudaginn var mjög áhugaverður. Vilmundur Jónsson var greinilega fantagóður penni og forvitnilegt var að heyra fyrirlesarann lýsa því að erfiðara hafi verið að lesa sumar hafnanirnar um ófrjósemisaðgerðir en um málin sem fóru í gegn. Á það minnsta er saga okkar í þessum málum mun skárri en t.d. Svía.
* * *
Framarar komnir í bikarúrslitin í handboltanum. Þangað verður maður að mæta. Laugardagurinn 28. hefur verið tekinn frá.
* * *
Orkuveitan þrætir fyrir að neitt sé að spennunni. Urr!
* * *
Norðfirðingagleði á Hótel Íslandi í kvöld. Það þarf varla að velta því lengi fyrir sér um hvað verður einkum talað…