Erindi

Á gær uppgötvaði ég að erindið sem ég hélt að væri eftir rúmar tvær vikur, er eftir rúma viku. Það hefur kosti og galla. Sem betur fer er ég búinn með erindið en á eftir að semja útdrátt fyrir morgundaginn. Er samt feginn. Það verður gott að rumpa þessu verkefni af. Nógu margt er það sem bí­ður.

* * *

Keppnisdagur í­ GB. Fyrir vikið kem ég engu í­ verk og get lí­tið einbeitt mér. Lí­klega er eins gott að taka bara út frí­dag og skella sér í­ sund. Kópavogslaugin er vinalegur staður. Sí­ðast þegar ég fór þangað lenti ég í­ miklum umræðum um skordýr og rottur í­ sögulegu samehengi. Einhverra hluta vegna drógust allir í­ heita pottinum inn í­ umræðuna sem varla hefur verið fyrir magaveika.

* * *

Office-þátturinn í­ gær var sí­gildur. „Will there ever be a boy born that can swim faster than a shark?“ – Snilld!