Jæja, er einhver góðhjörtuð sál þarna úti sem getur leiðbeint besta og frægasta bloggaranum í rangölum húsnæðiskerfisins?
Staðan er þessi:
* Besti bloggarinn seldi íbúð á dögunum, enda löngu fluttur inn á sína ektakvinnu.
* Fyrir liggur að við ætlum að kaupa íbúðina á Mánagötunni af tengdapabba innan tíðar. Hvort það gerist í næsta mánuði eða eftir hálft ár er ekki lykilatriði, í það minnsta er írni ekkert að reka á eftir okkur.
* Nú ætlar ríkisstjórnin að stokka upp húsnæðiskerfið. Ræðir jafnvel um að afleggja húsbréfakerfið í júlí. Ráðherra segir að breytingin verði kaupendum hagstæð – en það segja ráðherrar svo sem alltaf og erfitt að vita hverju á að trúa.
– Spurningin er því þessi:
Eiga Stefán og Steinunn að drífa sig í að ganga frá kaupunum áður en breytingin gengur í gegn?
Eiga Stefán og Steinunn að bíða þar til í haust til að sleppa inn í nýja kerfið?
Eða skiptir þetta e.t.v. engu máli?
Spyr sá sem ekki veit.