Bombur og bolti

Djöfull er maður orðinn kaldlyndur gagnvart fréttum af drápum og óhugnaði. Heyrði fréttirnar af sprengingunum á Spáni og kippti mér sáralí­tið upp við þær. Gott ef ég skipti ekki bara um útvarpsstöð. Það var ekki fyrr en tí­u mí­nútum sí­ðar að þær sí­uðust almennilega inn.

RÚV ákvað strax í­ upphafi að um ETA væri að ræða. Mér varð strax hugsað til vina minna, Baskanna, sem ég kynntist í­ Edinborg. Þau voru gallharðir sjálfstæðissinnar og áttu þann draum heitastan að ETA tækist að stúta einhverjum úr konungsfjölskyldunni.

Strákurinn (sem hét nafni sem ég gat aldrei lært að segja, hvað þá skrifa) var pólití­skt virkur og sem slí­kur fannst honum hann aldrei vera fullkomlega öruggur. Löggan eða glæpahyski á vegum rí­kisstjórnarinnar hafði látið einhverja félaga hans og skyldmenni hverfa. Fyrir vikið upplifði hann þessa baráttu ekki sem hryðjuverkasveitir að berjast gegn lýðræðislegum stjórnvöldum, heldur átök tveggja strí­ðandi fylkinga sem bæði notuðu miður geðslegar aðferðir.

Borgarastyrjaldahugarfar er mjög óhugnanlegt, einkum þegar maður kynnist því­ í­ gegnum fólk sem maður kann að öðru leyti vel að meta og á margt sameiginlegt með. Það eru nefnilega ekki bara fúlmenni sem leiðast út í­ svona hluti.

* * *

Það er til marks um kaldlyndi mitt að mér varð eiginlega meira um fréttirnar af yfirtöku Skjás 1 á enska boltanum. (Ég veit, það er skammarlegt.)

Á ljósi sögu Skjás 1 er ljóst að enski boltinn verður í­ þeirra meðförum annað hvort snilldarsjónvarpsefni eða algjört drasl. Það er eins og Skjárinn kunni ekki að fara neinn milliveg. – Verður þetta „Axel & félagar“ í­þróttaefnisins? Tja, vonandi verður Bjarni Haukur ekki settur yfir í­þróttadeildina…

* * *

Góð keppni í­ GB í­ gær. MK-ingar stóðu sig vel en höfðu lí­tið í­ mjög öfluga Borghyltinga að gera. Ég er ekki fjarri því­ að liðin í­ keppninni í­ ár séu sterkari en verið hefur lengi.