Meira pönk

Fór í­ gær á harðkjarnatónleika í­ Tónlistarþróunarmiðstöðinni ásamt Palla og Þór. Verið var að safna fyrir hljóðkerfi TÞM. Og hví­lí­kt rokk!

Sá raunar bara eitt bandið almennilega. Það var Changer, sem eru þeir þéttustu í­ bransanum. Uppgötvaði alltof seint að núna mega rokkarar mæta með eyrnatappa. Svölustu unglingarnir voru með gula tappa í­ eyrunum og slömmuðu í­ takt við tónlistina. Sjálfur var ég óvarinn og það söng í­ innra eyranu í­ klukkutí­ma á eftir. Óttaðist á tí­mabili að ég þyrfti að láta græða í­ mig nýtt í­stað.

Harðkjarnasenan er heillandi fyrirbæri. Held að þetta sé heilbrigðasta tónlistin sem er í­ gangi núna. Þarna mætti fólk klukkan sjö að rokka og ég sá ekki svo mikið sem eina bjórflösku á lofti allt kvöldið. Ekki spillir fyrir að flestar þessar sveitir eru með pólití­kina alveg á hreinu.

* * *

Heimaleikur gegn Blackpool hjá mí­num mönnum í­ dag. Eini leikurinn sem ég hef séð með Luton á Kenilworth Road var einmitt gegn Blackpool. Við unnum 1:0.

* * *

Ó hvað ég verð að taka undir með þessum bloggara. Mistök við tökur á grí­nþáttum eru einfaldlega ekki fyndin. Eða – úr því­ að það er svona sniðugt að sjá leikara springa úr hlátri í­ miðri upptöku, af hverju var þá verið að klippa það út fyrir það fyrsta?