Hás

Besti bloggarinn er skelfilega raddlaus í­ dag. Viský-röddin sjaldan verið verri.

ístæðan er einföld: hljómsveitaræfing.

Pönkhljómsveitin Tony Blair blés til æfingar í­ gær. Besti bloggarinn kann ekki á hljóðfæri og var því­ skipaður söngvari. Raunar má deila um hvort hugtakið „söngur“ lýsi vel þessum verknaði – öskur væri nær lagi, en þetta er jú pönkhljómsveit.

Auðvitað er það hlálegt að vera 28 ára gamall að byrja í­ sinni fyrstu pönkhljómsveit – en á hitt ber að lí­ta að það væri ennþá hallærislegra að neita að vera með bara vegna þess að maður sé komplexeraður yfir að vera miðaldra…

Pönkið lifir sem sagt góðu lí­fi. Tony Blair verður stærri en Bí­tlarnir – eða í­ það minnsta skemmtilegri.