Te

Á ræðukeppnunum í­ menntó þótti töff að splæsa saman löngum setningum sem stuðluðu. Þannig var ekki sagt að einhver væri hás, heldur að „röddin væri rist rúnum reykinga og rutls“. – Þetta þótti sniðugt.

Ég er sem sagt ennþá hás. Og þar sem eitt stykki útvarpsviðtal og því­ næst sjónvarpsupptaka nálgast óðfluga, er ég farinn að hafa af þessu nokkrar áhyggjur.

Stelpan í­ apótekinu seldi mér einhverja fjallagrasamixtúru. Hefði betur keypt Jagermaster. Betur tókst þó til með Strepsils-töflurnar sem ég hakka í­ mig.

Til að bæta gráu oná svart ákvað ég að lepja te í­ staðinn fyrir kaffi í­ dag. Það sökkar.

Ekki skil ég hvernig ég hélt út dvölina í­ Edinborg þar sem ég þambaði te en fékk mér helst bara kaffi úr litlu kaffiskúrunum sem finna mátti á hverju götuhorni. Hef þá kenningu að ástæða þess að Kí­nverjar lögðu ekki undir sig heiminn, heldur Evrópubúar sé einmitt þessi. Kí­nverjarnir drukku te en Evrópumenn lærðu snemma á kaffi og gátu komið einhverju í­ verk.

Urr.

* * *

Held erindi í­ málstofu um tæknisögu á ráðstefnu í­ Háskólanum kl. 13 á morgun. Það verður stuð.

* * *

Allir mæta svo í­ mótmælin á laugardaginn kl. 12 fyrir framan Stjórnarráðið. Helv. rí­kisstjórnin verður minnt á að strí­ðið er ekki búið og þeim hefur ekki verið fyrirgefið.