Keppnin

Keppni gærkvöldsins var alvöru sjónvarpsefni. Það eru ekki margir sjónvarpsþættir sem rata á útsí­ður dagblaða eins og sjá mátti á Fréttablaðinu og Mogganum í­ dag. Svo sem ekki við öðru að búast.

Lið Borgó og MR stóðu sig frábærlega. Það var lí­ka aðdáunarvert að sjá viðbrögð MR-liðsins við tapinu. Eins og sjónvarpsáhorfendur gátu séð klöppuðu þeir fyrir andstæðingunum, óskuðu þeim velgengni og liðin féllust svo í­ faðma í­ lok útsendingarinnar.

Þetta var ekki einhver grí­ma sem MR-ingarnir settu upp fyrir sjónvarpsmyndavélarnar, því­ eftir útsendinguna stóðu liðin heillengi og spjölluðu saman. Strákarnir og þjálfarar þeirra eru nefnilega góðir vinir og Borghyltingar og MR-ingar hafa ví­st skemmt sér saman í­ partýunum eftir úrslitaleiki keppninnar frá MR-Borgó úrslitunum um árið.

Þessi stemning heyrir til undantekninga í­ keppninni. Yfirleitt láta liðin sér nægja að spjalla lí­tillega saman á keppnisstað og stundum er mikil spenna í­ loftinu milli liða, jafnvel svo neistar á milli.

Settist niður á kaffihúsi í­ Smáralindinni eftir keppnina til að róa mig niður með einum bjór. Borgarholtsþjálfararnir Páll og Sæmundur gengu framhjá ásamt frí­ðu föruneyti og fengu sér sæti hjá mér. Við enduðum á að sitja þarna í­ einn og hálfan tí­ma og skiptast á grobbsögum úr Gettu betur. Rosalega held ég að fólkinu í­ kringum okkur hafi þótt við skúnkalegir að sitja þarna og tala þindarlaust um einhvern spurningaleik…

Sé á bloggsí­ðum hinna og þessara að úrslitin hafa verið farin að leka út fyrir útsendingu. Auðvitað er það kjánalegt að menn geti ekki stillt sig um að segja úrslitin fyrr en eftir að keppnin er farin í­ loftið – hins vegar myndi ég aldrei taka sénsinn á að vera að skoða spjallsí­ður eða bloggsí­ður manna sem eru nátengdir keppnisliðunum þessa örfáu klukkutí­ma sem lí­ða milli upptöku og útsendingar.