Vá – hvílíkt spennufall! Fyrirlestur á föstudag, mótmæli á laugardag og óteljandi útvarpsviðtöl og fjölmiðlaplögg.
Eftir svona spennufall finnst mér ég alltaf þurfa að fá mér í glas og það endar einatt með ósköpum. Fór eftir mótmælin á viský-kynningu þar sem athyglinni var beint að Islay-viskýum, enda ferðinni miklu heitið þangað í vor. (Enn eru laus sæti fyrir áhugafólk um viský, eyjamenningu og þjóðlagatónlist.) Meðal þess skringilegasta á boðstólum var Bowmore úr rauðvíns- og púrtvínstunnum. Það var skrítinn drykkur.
Um kvöldið var svo haldið á Framara-skemmtun í Ölveri þar sem ég drakk frá mér vit og rænu. Eignaðist reyndar forláta Fram-treyjur í happdrætti, var drifinn í að stýra spurningakeppni ásamt Ingvari fyrirliða og lendi í ótal hrókasamræðum þar sem ég er skíthræddur um að ég hafi terkið að mér allskonar verkefni. – Mórallinn í Fram er betri en verið hefur undanfarin ár. Hinn rúmenski Jón G. er greinilega hörkunagli.
Á dag er ég þunnur.