Bús

Fór í­ rí­kið til að kaupa hví­tví­n fyrir kvöldið (Skúli og Elvira koma í­ kvöldmat). Alltaf hálfskringileg stemning að mæta í­ rí­kið á mánudegi. Ekki köttur á kreiki – hinn viðskiptavinurinn í­ búðinni var Valur húsfélagsformaður, Framari og snillingur.

Notaði tækifærið til að fylla á viskýskápinn. Klikkaði ekki á því­ að kaupa lí­ka dólgaviský. Þó ég elski Steinunni meira en allt annað í­ heiminum, þá er samt óþarfi að hleypa henni í­ Islay-flöskurnar til að malla Irish-coffee…

Keypti lí­ka vænan slatta af bjór. Það var meira eða minna breskur ale. Það þarf að æfa sig fyrir ferðina í­ vor!