Var að ljúka skringilegu símtali.
Á mig hringdi túristi sem hafði verið bent á að bjalla í mig af Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík. Erindi hans var að hafa upp á einhverjum forsvarsmönnum búddista á Íslandi.
Eftir að hafa vandræðast með honum í gegnum símann og leitað ákaft á netinu, kveikti ég á því að sjá upp Soka Gakkai í Símaskránni. Undir því heiti eru friðarsamtök búddista skráð. Gaf manngarminum upp öll símanúmer sem þar var að finna.
Sú spurning vaknar þó – hvers vegna í ÓSKÖPUNUM einhverjum í upplýsingamiðstöðinni datt í hug að benda á mig? Er kannski vinnuregla þarna niður frá: þegar upp kemur óleysanlegt vandamál – hringja í Stefán…
Skrítið.