Nördaboltablogg

Til að viðhalda í­mynd minni sem fótboltanörd, get ég ekki látið hjá lí­ða að blogga um úrslit gærdagsins í­ Eyjaálfuforkeppni HM.

Samóa vann Amerí­sku-Samóa 4:0 í­ viðureign sem væntanlega getur gert tilkall til að vera einn slakasti landsleikur í­ stórmóti fyrr og sí­ðar. Amerí­sku Samóa geta nefnilega EKKERT í­ fótbolta og eiga heimsmet í­ stærsta tapi ef ég man rétt.

Vanuatu kom mjög á óvart og gerði jafntefli á útivelli gegn Papúa-Nýju Gí­neu. Salomóns-eyjar sigruðu Tonga 6:0. Spurning hvað fituhjassanum, konungi Tonga, finnst um það. Þá sigraði Tahiti Cook-eyjar með tveimur mörkum gegn engu. Á miðvikudag er önnur umferð í­ þessari keppni og svo aftur á laugardag.

Það sorglegasta við forkeppni Eyjaálfu er að hún skiptir í­ raun engu máli. Sigurliðin komast að sönnu áfram, en verða þá kjöldregin af íströlum og Nýsjálendingum. Það er minni en engin von til þess að þessi lið tapi svo mikið sem stigi gegn smáliðunum. Engu að sí­ður fylgist maður spenntur með framvindu mála…

Svo byrjar Afrí­kukeppnin 5. júní­. Veit einhver hvernig málaferli FIFA gegn Kamerún standa? (Þar sem FIFA vill draga sex stig af Kamerún – og þar með de facto fella liðið úr keppni – fyrir að spila í­ samfellu en ekki tví­skiptum búningi.) Fávitinn Sepp Blatter sem vildi að kvennafótboltinn færi fram í­ meira eggjandi búningum eipaði yfir því­ að Kamerúnar léku svo „ósiðsamlega“ klæddir. Ekki hef ég stutt Kamerún sérstaklega í­ Afrí­kuboltanum en þetta er svo sannarlega TURK182.