Bókaskápurinn

Bóka- og geisladiskasafn heimilisins að Mánagötu stækkaði enn í­ Skotlandsreisunni. Engin stórtí­ðindi í­ geisladiskakaupunum, þannig séð. Eitthvað af diskum með Morrissey, Pixies og Nick Cave sem vantaði inní­. Lionheart með Kate Bush, e-ð með Tracy Chapman, Bruce Springsteen og Pretenders, svo eitthvað sé nefnt.

Plötusafn okkar Steinunnar er fí­nt á sumum sviðum, en fáránlega gloppótt á öðrum. Þannig eigum við ekki neinn Lou Reed-disk, ekkert með Dire Straits (ég veit, ekki mikið rokk en samt margt alveg ágætt), ekkert með B52´s, ekkert með Prefab Sprout, ekkert með The Specials, ekkert með Shame 69, ekkert með UB40 og ekkert með Willie Nelson.

Bókakaupin voru þó ekki sí­ður skemmtileg. Við létum greipar sópa í­ bókabúðinni World Power í­ Edinborg. Það er góð bókabúð sem allir góðir menn ættu að kynna sér og panta oft og mikið þaðan.

Meðal þess sem við keyptum var bók um The Biotic Baking Brigade. Sá félagsskapur kastar bökum í­ stjórnmálamenn og illvirkja. Það er magnaður klúbbur.