Besta veðrið

Akkúratt núna er besta veðrið í­ Reykjaví­k. Gula ógeðið heldur sér til hlés, passlega hlýtt og skikkanlega lygnt.

* * *

Geisladiskakaupsfár heimilisins að Mánagötu heldur áfram. Steinunn (sem flettir í­ dag ofan af ritstuldi Fréttablaðsins) keypti ví­st í­ gær tvöfaldan disk með Greifunum! – Gaf raunar þá skýringu að þetta væri einhver söfnun hjá barna- og unglingageðdeildinni og að hinir diskarnir hafi verið hálfu verri.

Vei nágrönnunum ef okkur dettur í­ hug að fara að blasta tvöfaldan Greifa-disk…

* * *

Það er allt á fullu í­ vinnunni. Sverrir var með þessa fí­nu grein í­ Mogganum í­ dag að plögga opið hús í­ virkjunum Orkuveitunnar 1.-15.júlí­. Sjálfur verð ég væntanlega með grein þar á næstu dögum um annað mál.

Verst að nú þurfum við safnverðirnir að læra að flagga. Hefði betur gerst skáti sem barn.

* * *

Gamall FH-ingur sem þjálfari hjá FRAM? Merkilegt val – en á hitt ber að lí­ta að það hefur ekki gefist mjög vel til þessa að ráða gamlar FRAM-stjörnur og reka þær aftur með tilheyrandi sárindum og leiðindum.

Farinn á Kaffivagninn í­ hádegismat.