Að misskilja plottið

Skaust í­ bankann í­ morgun. Var að skila af mér greiðslumatsgögnum, enda ætlum við Steinunn loksins að drí­fa okkur í­ að kaupa Mánagötuna af tengdapabba. Á bankanum hófst fyrirsjáanlegt stapp.

Þjónustufulltrúi: Hérna eru ekki þrí­r launaseðlar. Það á að skila þremur launaseðlum og hér eru bara tveir.

Stefán: Já, ég veit það. En á launaseðlunum kemur fram hverjar greiðslurnar eru frá áramótum.

Þjónustufulltrúi: En hjá konunni þinni, þar eru heldur ekki þrí­r seðlar?

Stefán: Nei, en það er sama sagan þar, það eru birtar heildargreiðslur frá áramótum. Þetta er fastar greiðslur og breytast ekki milli mánaða. Heildarsummurnar eru sex sinnum hærri en mánaðargreiðslan þarna.

Þjónustufulltrúi: Já en það á að skila þremur seðlum… (þögn) Jæja, ég get sent þetta svona, sjáum til hvort þeir taka við þessu… Þetta er þá á þí­na ábyrgð.

– Alveg er ég viss um að íbúðalánasjóður á eftir að hnjóta um þetta sama og neita að gera greiðslumat fyrr en hann fær þriðja launaseðilinn í­ hendur. Þar mun ekki skipta máli þótt gögnin sem ég sendi sjóðsins séu BETRI og íTARLEGRI en um er beðið, því­ augljóslega er betra við útreikning á greiðslumati að hafa yfirlit yfir tekjur sí­ðustu sex mánaða en þriggja mánaða.

Auðvitað er klausan um þrjá launaseðla sett inn til að koma í­ veg fyrir að menn vinni eins og skepnur í­ yfirtí­ð í­ 1-2 mánuði og skili inn einum óvenjuháum launaseðli til að svindla á greiðslumatinu. Hún er hins vegar EKKI inni vegna þess að útreikningar stofnunarinnar standi og falli með því­ að geta pinnað niður maí­-greiðsluna til mí­n frá Orkuveitunni.

Nú skal það reyndar viðurkennt að út frá gögnunum sem ég skilaði inn er sá fræðilegi möguleiki fyrir hendi að ég sé lausráðinn starfsmaður Orkuveitu Reykjaví­kur sem vinni bara hjá fyrirtækinu þrjá mánuði á ári: í­ maí­, júní­ og í­ janúar og hafi einmitt fengið skrilljónir greiddar í­ byrjun árs, en sé atvinnulaus þess á milli…

Á sama hátt væri ekki loku fyrir það skotið að Steinunn hafi skyndilega orðið sér út um örorku í­ júní­ og fengið háa eingreiðslu frá Tryggingastofnun í­ byrjun árs án nokkurs tilefnis – og muni aldrei aftur fá þaðan krónu! Vissulega gæti það verið raunin. En þá ætti það að vera huggun harmi gegn fyrir íbúðalánasjóð að hafa fengið skattframtal SíðUSTU ÞRIGGJA íRA til að bera saman við.

Jæja – þá er pirringsþörf dagsins fullnægt. Held ég sleppi bara að bölsótast yfir hinum 2-3 heimskulegu atriðunum sem mig langar að tuða yfir varðandi þetta greiðslumat…

* * *

Grikkir unnu eins og ég hafði spáð. Tek við hamingjuóskum og athugasemdum um snilli mí­na og spádómsgáfu í­ athugasemdakerfinu hér fyrir neðan.