Poltergeist

Úff, eftir tvö samtöl við blaðamenn DV í­ gær – létti mér mjög við að sjá blaðið í­ morgun. Óttaðist að vera kominn á forsí­ðuna, en smáklausa á öftustu sí­ðu varð niðurstaðan. Reyndar tókst mér að sannfæra fyrri blaðamanninn um að þetta væri ekki frétt, en Eirí­kur Jónsson sleppir ekki fréttamola ef hann telur sig hafa fundið hann.

Kveikjan að málinu var bloggfærsla fyrr í­ vikunni um draugaganginn á safninu. Hann felst í­ því­ að ólánsútvarp sem hér er í­ húsinu á það til að kveikja á sér að tilefnislausu. Vitaskuld getur þetta verið óþægileg tilfinning fyrir menn sem eru einir í­ húsinu – að yfirgefa herbergi og loka jafnvel á eftir sér, en snúa svo aftur þar sem Útvarp Saga tekur á móti þeim á fullu blasti. – Ætli röddin í­ Ingva Hrafni sé þó ekki óþægilegri en grunurinn um óboðnar mannaferðir?

ístæða þess að mér finnst „útvarpsdraugurinn“ vera svona sniðugt fyrirbæri er sú að hér á safninu er varðveittur „eldavélardraugur“. Það er eldavél sem átti það á sí­num tí­ma til að tala, muldra og söngla. Vitaskuld urðu menn logandi hræddir við þessar kenjar eldavélarinnar og töldu að reimt væri í­ gripnum. Sí­ðar kom í­ ljós að um var að ræða endurvarp frá útvarpsmöstrunum á Vatnsenda – sem sagt, enginn draugur heldur einföld eðlisfræðileg skýring.

Öll þessi ár hef ég sagt þessa sögu við gesti og gangandi. Svo skemmtum við okkur yfir því­ hvað menn hafi nú verið vitlausir í­ gamla daga að hrökkva við þótt eldavél færi að tala og skýra það með draugagangi…

Það má því­ segja að komið hafi vel á vondan.

* * *

Jafntefli í­ Ví­kinni voru ekki bestu úrslitin, en við héldum hreinu. Það er mikilvægt. Vörnin er miklu sterkari en verið hefur. Ví­kingar eru snillingar og öðlingar eins og alltaf hefur legið fyrir. Stuðningsmenn þeirra koma saman fyrir leiki, fá sér bjór og spjalla. Þeir buðu Frömurum í­ heimsókn, sem þegið var með þökkum. Þetta gerir ekkert annað lið mér vitanlega.

* * *

Uruguay tapaði gegn Argentí­nu og lenti í­ þriðja sæti í­ sí­num riðli á Copa America. Komast samt í­ fjórðungsúrslit. Ekki er ég alveg nógu bjartsýnn á þetta.

* * *

Vegna grí­ðarlegrar þátttöku í­ CHOPIN 04 hefur verið ákveðið að stytta atkvæðagreiðsluna. Seinni partinn í­ dag verða úrslit tilkynnt og næstu viðureignir kynntar. Staðan núna er:

Baula 19 : Litla kaffistofan 8
Þyrill 16 : Fjallakaffi 15
Vikivaki 18 : Hversdagshöllin 1
Skaraskúr 12 : Borgarsalan 8